Við þökkum kærlega fyrir komuna á frábæra rokkhátíð Æskunnar síðastliðinn sunnudag sem haldin var í samvinnu við Kex og Heimilislega sunnudaga. 3 bönd frá rokkbúðum sumarsins spiluðu frumsamin lög ásamt hljómsveitinni Gróu og Áttunni. Við vorum með barmmerkjamsmiðju, raftónlistarsmiðju og DJ smiðju þar sem hægt var að prófa sig áfram með alls konar skemmtilegar græjur. Við hlökkum til að sjá ykkur á næstu rokkhátíð!