Sjáumst á Synth Babes Fest á Loft 30. júní!

35433325_1953060174706952_4602517976942379008_o.jpg

Stelpur rokka! og Synth Babes kynna:

Synth Babes Fest á Loft í Reykjavík!

Synth Babes, alþjóðlegt samstarfsnet og frumkvöðlafyrirtæki kvenna, trans og kynsegin fólks í raftónlist, kemur til Íslands í sumar til að halda fyrstu SYNTH BABES FEST hátíðina, í samstarfi við Stelpur rokka!, sjálfboðaliðarekin samtök sem starfa af femínískri hugsjón við að efla ungar stelpur og trans krakka í gegnum tónlistarsköpun. 

Um heila helgi munu tónlist, femínismi og tækni renna saman við nýsköpun og innblástur. 

Spennandi tónlistarfólk mun stíga á svið, spila og segja frá græjunum sínum - einnig verður boðið upp á:

- vinnusmiðjur fyrir allan aldur í tónlistarforritum á borð við Ableton Live undir leiðsögn raftónlistarkvenna
- hljóðtilraunastofu þar sem hægt verður að prófa nýjustu tækni í tónlistarsköpun og flutningi
- pallborðsumræður um tónlist, tækni og jafnrétti
- kvöldtónleikadagskrá

NÁNARI DAGSKRÁ TILKYNNT INNAN SKAMMS!

Hátíðin er liður í svokölluðum Pepp-viðburðum, sem Stelpur rokka! Hafa staðið að síðastliðinn vetur í samstarfi við Loft í Bankastræti.

Frítt er inn, öll velkomin og aðgengi gott fyrir fólk með hreyfihömlun.

Synth Babes standa nú fyrir hópfjármögnun á Pozible, m.a. til að geta gert Synth Babes Fest sem veglegasta! Þar er m.a. hægt að verða sér úti um tónlistarforritin Ableton Live og Reason á góðum afslætti, ásamt listaverkum, sérsmíðuðum raftónverkum og ýmsum öðrum varningi!

https://pozible.com/project/synth-babes-unite

Frítt er inn, öll velkomin og aðgengi gott fyrir fólk með hreyfihömlun. 

///

SYNTH BABES FEST @ Loft, Reykjavík!

Feminist music start-up Synth Babes is coming to Iceland to hold the very first SYNTH BABES FEST, in cooperation with Stelpur rokka! (Girls Rock! Iceland), a volunteer-run non-profit organization working to empower girls, trans boys, gender queer and intersex youth through music.

It will be a weekend of electronic music, feminism, technology and inspiration: performances and showcases, workshops, talks and panel discussion, and an evening concert!

SCHEDULE TO BE ANNOUNCED!

Girls Rock! Iceland hosts monthly events at LOFT – because we love music, friends and LOFT! 

Free entry, all welcome and the venue is well accessible.

Synth Babes are launching a crowdfunding campaign through Pozible, a Melbourne-based creative projects crowdfunding platform with an initial goal of 3000 Euro and then stretch those goals if it goes well. Find it here: https://pozible.com/project/synth-babes-unite