ENGLISH BELOW
Nú höfum við opnað fyrir skráningu í vordagskrána okkar sem hefst 1. febrúar og stendur í 10 vikur til 8. apríl. Auk einkatíma og hljómsveitarokkrúllettu munum við bjóða upp á FRÍAR föstudagsvinnusmiðjur hvern föstudag á tímabilinu kl 16:00-18/19:00. Vinnusmiðjurnar eru fyrir alla 10 ára og eldri, börn og fullorðna og verða bæði í tónlist og margmiðlun.
Í boði verður einnig vikuleg rokkrúlleta fyrir fullorðna (Tvær tímasetningar í boði, þriðjudaga milli 18 og 20 eða 20 og 22) og rokkrúlletta fyrir 10-17 ára á miðvikudögum milli 16 og 18). Einkatímar í tónlist bæði fyrir börn og fullorðna.
Þá munum við hafa opið hús fyrir ungmenni alla þriðjudaga milli 16:00 og 18:00 frá og með 8. febrúar til 5. apríl, þar sem þau hafa tækifæri á að koma og æfa sig og prófa hljóðfærin og spila á sviði. Við hvetjum ungmenni og hópa til að kíkja við. Þá er einnig hægt að hafa það kósý í sófahornunum okkar, skrifa, lesa eða fá innblástur.
Við munum hefja 10. starfsár Stelpur rokka! árið 2022 og því er margt spennandi á döfinni, fylgist endilega með á Facebook Stelpur rokka!: https://www.facebook.com/stelpurrokka
Þá munum við vonandi ná að byrja að halda fleiri tónleika í vor ef aðstæður í samfélaginu leyfa, fylgist endilega með því! Ef þig langar að halda tónleika í flottu tónlistarmiðstöðinni okkar, eða námskeið í samstarfi við Stelpur rokka, endilega hafðu samband í info@stelpurrokka.is.
Þá minnum við á að tónlistarmiðstöðin okkar er með fullbúið hljóðkerfi og hljóðfæri og hægt er að leigja rýmið til hljómsveitaæfinga eða annarrar starfsemi eða hafa aðgang að til æfinga ef um ungmenni er að ræða.
Hér eru spennandi föstudagsvinnusmiðjurnar sem verða í boði í haust, en nánari upplýsingar og skilmála má finna í skráningarforminu sem finna má á forsíðunni og neðst í þessari frétt:
FÖSTUDAGSSMIÐJUR
4. febrúar kl 16:00-18:00 Gítarsmiðja
11. febrúar 16:00-18:00 Hljómborðssmiðja
18. febrúar 16:00-18:00 Bassasmiðja
25. febrúar 16:00-18:00 Trommusmiðja
4. mars kl 16:00-19:00 Söngsmiðja
11. mars kl 16:00-18:00 Ableton Live smiðja
18. mars kl 16:00-19:00 Tónlistarmyndbandagerð
25. mars 16:00-19:00 DJ smiðja
1. apríl 16.00-19:00 Hljóðupptökusmiðja
7. apríl 16.00-19:00 Podcast smiðja
SKRÁNINGAHLEKKIR
Fyrir skráningu í ROKK RÚLLETTU 10-17 ára endilega smellið á hér
Fyrir skráningu í einkatíma 10-17 ára endilega smellið hér
Fyrir skráningu í fullorðins ROKK RÚLLETTU endilega smellið hér
Fyrir skráningu í EINKATÍMA FULLORÐINNA endilega smellið hér
FYRIR SKRÁNINGU Í FRÍAR FÖSTUDAGSVINNUSMIÐJUR FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA SMELLIÐ HÉR
ENGLISH
We have opened registrations for our spring program! This semester we will offer private instrument lessons and band rock roulette for both youth and adults as well as FREE workshops every Friday at 16:00-18/19:00.
The workshops are for everyone within our service group, that are older than 10, so these workshops are both for youth and adults with focus on beginners in both music and media. Our program is open for women, trans, non binary and intersex individuals.
We will also offer adult rock roulette weekly (on Tuesdays between 18:00 and 20:00 OR 20:00 and 22:00) and youth rock roulette on Wednesdays 16-18. Also private music lessons for 10 years and older, both youth and adults.
Every Tuesday between 16:00 and 18:00 (Feb 8th to April 5th) we will have an OPEN house in our music centre in Völvufell 17. This is a chance for the youth in the neighbourhood or from anywhere to drop by and test out some instruments, play with their band or just chill in our sofas, read or get inspiration. There will be a Stelpur rokka! volunteer on site that can assist or help.
This year we are celebrating our 10th anniversary and so many exciting news and events coming up! Please follow up on us on Facebook: https://www.facebook.com/stelpurrokka
We will hopefully also have more concerts this if circumstances in society allow! If YOU want to have a concert or host an event with Stelpur rokka!, please be in touch! info@stelpurrokka.is
We also want to remind everyone that our music centre has a fully equipped sound system and instruments, and is open for rent as a rehearsal space or for events. Youth bands also have a chance to rehearse for free in the space!
Following are the exciting Friday workshops, you can find further info in the registration document on the front page or below:
FRIDAY WORKSHOPS
February 4th 16:00-18:00 Electronic Guitar workshop
February 11th 16:00-18:00 Keyboard workshop
February 18th 16:00-18:00 Electronic bass workshop
February 25th 16:00-18:00 Drum kit workshop
March 4th 16:00-19:00 Singing workshop
March 11th 16:00-18:00 Ableton live workshop
March 18th 16:00-19:00 Music video workshop
March 25th 16:00-19:00 DJ workshop
April 1st 16:00-19:00 Sound recording workshop
April 7th (Thursday) 16:00-19:00 Podcast workshop
REGISTRATION LINKS
For registration for 10-17YO ROCK ROULETTE please click here
For private instrument lessons for 10-17YO registrations please click here
For adult ROCK ROULETTE registrations please click on here
For private instrument lessons for ADULTS please click on here
FOR REGISTRATION FOR FREE FRIDAY WORKSHOPS FOR YOUTH AND ADULTS CLICK HERE