Lay Low og DJ Flugvél og Geimskip í gistirokki - enn laus pláss!

Við erum mjög spenntar að tilkynna alla góðu gestina okkar í gistirokkið 20. til 23. október: 

Lay Low kemur og heldur hádegistónleika og spjallar við okkur um ferilinn sinn. 

DJ. Flugvél og Geimskip býður upp á ógleymanlega raftónlistarsmiðju og kemur með allar dularfullu græjurnar sínar. 

Druslugöngukonur peppa okkur í að hafa hátt og standa saman gegn ofbeldi! 

Sólveig Rós frá Samtökunum 78 fræðir okkur um heilbrigð sambönd!

Karatemeistarinn María Helga kennir okkur grunntökin í sjálfsvörn! 

Að ógleymdri frábærri músíkdagskrá - hljómsveitaæfingar, lagasmíðar, hljóðfærakennsla, skemmtileg kvölddagskrá öll kvöld og kósý lokatónleikar!

Enn laus frí og niðurgreidd pláss - grípið tækifærið á meðan færi gefst!