Fjáröflunartónleikar til styrktar stelpur rokka! á Húrra á föstudagskvöld

Fjáröflunartónleikar til styrktar stelpur rokka! á Húrra á föstudagskvöld

Við hvetjum vini okkar og velunnara að fjölmenna á tónleikaviðburð á föstudaginn 27. apríl á Húrra. Nemendur og kennarar við Listaháskóla Íslands skipuleggja viðburðinn og allur ágóði af kvöldinu rennur í græjukaupasjóð Stelpur rokka! - Við erum mjög þakklát fyrir stuðninginn og vonumst til að sjá sem ykkur sem flest! 

Skráning hafin í alþjóðlegar rokkbúðir í Berlín fyrir 16 til 30 ára

Skráning hafin í alþjóðlegar rokkbúðir í Berlín fyrir 16 til 30 ára

Stelpur rokka! kynna: 

Alþjóðlegar rokkbúðir í Berlín 23. - 29. júlí fyrir ungmenni á aldrinum 16-30 ára! 


Stelpur rokka! eru hluti af alþjóðlegu samstarfsneti rokkbúða og í sumar verða í fyrsta skipti haldnar alþjóðlegar rokkbúðir í Evrópu. Samtökin Ruby Tuesday í Berlín halda utan um ungmennarokkbúðirnar í júlí. Þar munu koma saman 60 ungmenni á aldrinum 16-30 ára, ásamt 30 skipuleggjendum og leiðbeinendum, frá 11 mismunandi rokkbúðasamtökum í Evrópu. Þátttaka í rokkbúðunum kostar ekkert. Öll ferðalög, gisting og matur er innifalið í þátttöku.