Fullorðinsrokk // Adult Rock 2024

Fullorðinsrokk Læti! / Stelpur rokka! eru þriggja daga þjálfunarbúðir fyrir bæði byrjendur og lengra komin í hljóðfæraleik. Í búðunum lærum við að spila á hljóðfæri, stofnum hljómsveitir og semjum lög, milli þess að við sækjum vinnustofur, tökum þátt í umræðuhringjum og lærum um rokksögu og textasmíði. 

Búðirnar eru öruggt rými fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum kynjum í tónlist og allir okkar leiðbeinendur eru konur, kvár, intersex og trans einstaklingar. Lágmarksaldur er 18 ára en enginn hámarksaldur! Fólk velur sig sjálft saman í hljómsveitir, yfirleitt út frá aldri eða tónlistaráhugasviði.

Flestir þátttakendur hafa lítinn grunn á hljóðfærinu sínu en mörg sem hafa tónlistarlegan bakgrunn nýta tækifærið og læra á glænýtt hljóðfæri. Aðalmálið er bara að hafa gaman í skapandi rými! Hljómsveitirnar semja sín eigin lög og flytja á lokatónleikum.

Boðið verður upp á léttar veitingar en við hvetjum þátttakendur til að taka með nesti fyrir daginn. 

Lokatónleikar fara fram mánudaginn 20. maí á Gauknum í miðbæ Reykjavíkur kl. 17:30. Þá munu þátttakendur spila fyrir sal fullum af vinum og fjölskyldu. Að rokkbúðatónleikum loknum halda samtökin veglega styrktartónleika fyrir rokkbúðir stúlkna í Tógó, Vestur-Afríku.

 

Dagsetningar: 18.-20. maí 2024 

Staðsetning: Tónskóli Sigursveins, Hraunberg 2, 111 Reykjavík 

Lokatónleikar: Gaukurinn, 101 Reykjavík

Laugardagur 18. maí: 12:00 - 18:00 

Sunnudagur 19. maí: 12:00 - 20:00 (hvítasunna) 

Mánudagur 20. maí: 11:00 - 18:30 (annar í hvítasunnu)

Birt með fyrirvara um smávægilegar breytingar!

Þátttökugjald er valfrjálst en viðmiðið er 30.000 kr.

Reikningsnúmer: 301-26-700112 

Kennitala: 700112-0710

Skrifið nafnið ykkar í athugasemdir við millifærslu í heimabankanum.

Stelpur rokka! / Læti! eru sjálfboðasamtök sem starfa ekki í hagnaðarskyni og eru öll framlög umfram viðmiðunargjald vel þegin. Frí pláss eru einnig í boði.

SKRÁNING HÉR: https://forms.gle/T7CyEpGKoFMV7wWBA 

Styrktaraðilar fullorðinsrokksins eru Reykjavíkurborg og BM Vallá

ENGLISH

Adult Rock of Læti! / Stelpur Rokka! is a three-day training camp for both beginner and advanced instrument players. At the camp, we learn to play instruments, form bands, and write songs, in addition to attending workshops, participating in discussion groups, and learning about rock history and songwriting.

The camp provides a safe space for people of marginalized genders in music, and all our instructors are women, non-binary, intersex, and trans people. Minimum age is 18 but there is no upper age limit. Participants will choose their own bandmates, usually based on their age or musical interests.

Most participants have little foundation on their instrument but many people with a musical background take the opportunity and learn how to play a brand new instrument. The most important thing is to have fun in a creative environment! The bands will write their own songs and perform at the final concert.

Light refreshments will be provided, but we encourage participants to bring their own lunch for the day.

The final concert will take place on Monday, May 20th at Gaukurinn in downtown Reykjavík at 5:30 p.m. Participants will perform a concert for their friends and family. After the rock camp concert, the organization holds a support concert for a girls' rock camp in Togo, West Africa.


Dates: 18.-20. May 2024 

Location: Tónskóli Sigursveins, Hraunberg 2, 111 Reykjavík 

Final Concert: Gaukurinn, 101 Reykjavík

Saturday May 18th: 12:00 - 18:00 

Sunday May 19th: 12:00 - 20:00 (Whitsun) 

Monday May 20th: 11:00 - 18:30 (bank holiday)

The schedule may change somewhat!

Here you can find the application form. Please, fill out the application in as much detail as you can. 

You choose what you pay. Suggested fee is 30.000 kr.

Bank account: 301-26-700112 

Kennitala: 700112-0710

Please, write your name in the comment field in the bank transfer.

The project is run on a volunteer basis, so all donations beyond the suggested fee will be gratefully received. Free spaces are also available.

REGISTER HERE: https://forms.gle/T7CyEpGKoFMV7wWBA 

Thanks to our supporters the City of Reykjavík and BM Vallá