Tónleikanámskeið fyrir 15-20 ára

English below

Tónleikanámskeið Stelpur rokka! / Læti! er nýtt 10 vikna námskeið fyrir 15-20 ára ungmenni þar sem áhersla er lögð á undirbúning og framkvæmd tónleika, kennslu í hljóðblöndun og kynningu á hljóðkerfum.

Þátttakendur fara saman á tónleika, bóka hljómsveitir, vinna og læra að markaðssetja og taka virkan þátt í framkvæmd tónleikanna og hljóðblöndun þeirra. Afraksturinn verður aðgengilegur og áfengislaus tónleikaviðburður þar sem grasrót ungmennasveita verða í forgrunni.

Þátttakendur námskeiðsins munu hittast í tvo tíma í senn vikulega í tónlistarmiðstöð samtakanna undir handleiðslu Ólafar Rúnar Benediktsdóttur hljóðkonu og umsjónarkonu tónlistarmiðstöðvar samtakanna í Völvufellin 17.

Dags.: Þriðjudagar kl. 18:00-20:00
Fyrsti hittingur: 19. september 2023
Fyrir hverja: Kvk, kynsegin, trans og intersex á aldrinum 15-20 ára

Með tónleikanámskeiðinu vilja samtökin halda áfram að bjóða upp á ný og fjölbreytt námskeið um tæknilegar hliðar tónlistar.

Tónleikar tónleikanámskeiðsins munu efla enn frekar tónleikahald ungmenna í tónlistarmiðstöðinni, sem er einn af örfáum áfengislausu ungmennatónleikastöðum á landinu. Námskeiðið verður boðið endurgjaldslaust en frjáls framlög verða boðin á tónleikunum.

Skráning fer fram hér: https://forms.gle/HLysJw8XunswfQ9U7 

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði.

———

Concert Course of Girls Rock! / Læti!

This is a new 10-week course for 15-20-year-old youth, where the emphasis is on the preparation and performance of concerts, instruction in sound mixing and introduction to sound systems.

Participants go to concerts together, book bands, work and learn marketing and take an active part in the performance of the concerts and their sound mixing. The result will be an accessible and alcohol-free concert event featuring grassroots youth bands.

The participants of the course will meet for two hours at a time weekly at the organization's music center under the guidance of Ólöf Rún Benediktsdóttir, sound engineer and supervisor of the organization's music center at Völvufell 17.

Days: Tuesdays at 18:00-20:00
First meeting: 19 September 2023
For whom: Female, non-binary, trans and intersex aged 15-20

With the concert course, the association wants to continue offering new and varied courses on the technical aspects of music.

The concerts of the concert course will further promote youth concerts at the music center, which is one of the very few alcohol-free youth concert venues in the country. The course will be offered free of charge, but voluntary donations can be given at the concert.

Registration: https://forms.gle/HLysJw8XunswfQ9U7

The project is funded by the Children's Culture Foundation.