Tónlistarútgáfa - Langar þig að gefa út þína eigin tónlist?

English below

Vinnustofa í útgáfu tónlistar

Læti! / Stelpur rokka! bjóða upp á fræðslu og smiðju í tónlistarútgáfu fyrir tónlistarfólk sem vill gera hlutina sjálft. Verið velkomin sunnudaginn 10. mars kl. 16:00-18:00 í tónlistarmiðstöð Læti!, Völvufelli 17 (bleik hurð).

Fyrir hverja?

Viðburðurinn er opinn fyrir einstaklinga sem tilheyra jaðarsettum kynjum í tónlist, s.s. konum, kvárum, trans mönnum og intersex einstaklingum. Viðburðurinn hentar þeim sem vilja vera sjálfstæðari þegar kemur að útgáfu tónlistar, hvort sem um ræðir byrjendur eða lengra komin.

 

Hvað er í boði?

Farið verður yfir hvaða skref þarf að taka, allt frá því að gera tónlistina hæfa til útgáfu að markaðssetningu. Raundæmi verða tekin og fólki er frjálst að mæta með fartölvur og spjalla um sínar eigin útgáfur. Smiðjurnar hjá Læti! eru iðulega afslappaðar og frjálslegar, boðið er upp á kaffi og oft myndast skemmtilegar umræður í kjölfarið.

 

Spurningum sem verður svarað:

Hvað er hljóðblöndun og hljóðjöfnun og hvers vegna er þetta mikilvægt?
Hvað er aggregator og hvernig vel ég þann sem hentar mér best?
Af hverju þarf ég að skrá lagið hjá STEF?
Af hverju þarf ég að skrá lagið til varðveislu?
Hvað eru pre-save hlekkir?
Hverjar eru helstu leiðirnar til að markaðssetja tónlist í dag?
Hvernig pitcha ég á Spotify?

Hvað kostar?

Það kostar ekki neitt að sækja smiðjuna en skráning er nauðsynleg. 
SKRÁNING: https://forms.gle/NZBQ97NBiFKCmv476 

Samtökin taka við frjálsum framlögum. Viðmiðunarverð fyrir smiðjur eru 6.000 kr.

Kennitala: 700112-0710
Reikningur: 301-26-700112

Hver heldur smiðjuna?

Esther Þorvaldsdóttir heldur utan um smiðjuna. Hún hefur aðstoðað mikið af tónlistarfólki við bæði eigin útgáfu og útgáfu gegnum útgáfufyrirtæki. Hún er framkvæmdastýra Læti! sem mun von bráðar sinna stafrænni útgáfu og hefur hún einnig starfað við útgáfu hjá Senu (sem gaf út dægurtónlist) og Intelligent Instruments Lab (sem gefur út tilraunakennda tónlist).

Um samtökin:

Smiðjan er á vegum Læti! / Stelpur rokka! félagasamtakanna. Samtökin vinna að því að jafna hlut kynjanna í tónlistarlífi á Íslandi með fræðslustarfi og tónlistarkennslu. 

Að smiðju lokinni munu samtökin halda mánaðarfund um sína starfsemi sem fólki er velkomið að sækja líka, hafi það áhuga á að gerast sjálfboðaliðar eða starfa með samtökunum á annan hátt.

//

Music Release Workshop - Want to release your own music?

Læti! / Girls rock! offer education and workshops in music release for musicians with a DIY mindset. Join us on Sunday, March 10 at 4-6 pm at the Læti! Music Center, Völvufell 17 (pink door).

For whom?

The event is open to people of marginalized genders in music, e.g. women, non-binary, trans and intersex people. The event is suitable for those who want to be more independent when it comes to releasing music, whether they are beginners or have been in the game for a long time.

 

What are we learning?

We will cover some crucial steps in the music release process, from making the music suitable for publishing to marketing. We will use real life examples and people are free to come with their own laptops and chat about their own music releases. The workshops at Læti! are usually relaxed and informal, coffee is offered and often participants will take part in pleasant discussions.

 

Questions to be answered:

What is mixing and mastering and why is it important?
What is an aggregator and how do I choose the one that suits me best?
Why do I need to register the song with STEF?
Why do I need to register the song for preservation?
What are pre-save links?
What are the main ways to market music today?
How do I pitch on Spotify?

How much does this workshop cost?

It costs nothing to attend the workshop, but registration is required.
REGISTRATION: https://forms.gle/NZBQ97NBiFKCmv476

Læti! accepts voluntary donations. Reference price for workshops is ISK 6,000.

Kennitala: 700112-0710
Account no.: 301-26-700112

Who runs the workshop?

Esther Þorvaldsdóttir manages the workshop. She has helped a lot of musicians with both their own music releases and releasing through a publishing company. She is the executive director of Læti! who will soon be doing digital publishing and she has also worked in music release at Sena (which released popular music) and Intelligent Instruments Lab (which releases experimental music).

About the organization:

The workshop is run by Læti! / Girls rock!. The organization works towards empowering and helping people of marginalized genders in music in Iceland through educational activities and music lessons.

After the workshop, the organization will hold a monthly meeting about its activities, which people are also welcome to attend if they are interested in becoming volunteers or working with the organization in another way.


Starfsemi Læti! er styrkt af Reykjavíkurborg.