Kæru rokkbúðavinir,
Við þökkum fyrir þolinmæðina á meðan við uppfærðum dagskrá sumarsins með tillitl til núverandi aðstæðna í samfélaginu.
Til að tryggja fyllsta öryggi þátttakenda höfum við tekið þá ákvörðun að fresta öllum rokkbúðum þangað til síðar í sumar, í júlí og ágúst. Við vonum að þátttakendur og foreldrar sýni þessari ákvörðun skilning.
Ein breyting verður á fyrirkomulaginu okkar í sumar. Hámarksfjöldi í allar rokkbúðir sumarsins verður 15 þátttakendur, eða 3 hljómsveitir. Við viljum með þessu bjóða upp á öruggara rými. Með því að helminga þátttökufjölda er líklegra að okkur takist að halda 2 metra fjarlægð þegar allir koma saman. Við munum því bjóða upp á innilegri búðir í sumar en þó halda í okkar góðu rokkorku.
Við erum mjög spennt að flytja starfsemi okkar í nýjar höfuðstöðvar samtakanna í Völvufelli 15 til 17 og halda þar í fyrsta skipti sumarbúðirnar okkar.
Við hlökkum til að rokka með ykkur síðsumars!