Vinnusmiðjur í haust

Stelpur Rokka! bjóða upp á spennandi vinnusmiðjur í haust!

Þátttakendur þurfa ekki að skrá sig fyrirfram heldur geta mætt beint í tónlistarmiðstöðina okkar í Völvufelli 17 staðinn, dagskráin er hér fyrir neðan. Við hvetjum sem flest á öllum aldri til að skella sér á þessar spennandi vinnusmiðjur, það er velkomið að koma frítt eða greiða frjáls framlög sem má koma með á námskeiðið eða leggja inn á:

kt. 700112-0710
301-26-700110

Stelpur rokka! starfa ekki í hagnaðarskyni og öll framlög vel þegin.

Athugið að öll (stelpur/konur, trans, kynsegin og instersex) eru velkomin á öllum aldri óháð efnahag!

28. október kl 17:00-19:00: Upptökusmiðja fyrir byrjendur

Ólöf Rún Benediktsdóttir bíður ykkur velkomin í Völvufell 28. október kl 17:00! Í smiðjunni verður farið yfir grunnatriði í upptökutækni. Einfaldar hljóðnemastaðsetningar, hljóðkort og DAW eru það helsta sem verður kynnt fyrir þáttakendum. Takmarkið er að koma þáttakendum af stað með að taka upp einfaldar upptökur og demo á eigin spýtur.

4. nóvember kl 17:00-19:00: Undraverð hljóðfæri

Esther Þorvalds og Ólöf Rún Benediktsdóttir bjóða ykkur velkomin á vinnusmiðju þar sem óhefðbundin hljóðfæri eru í brennidepli. Smiðjan er haldin í Stelpur rokka! tónlistarmiðstöðinni í Völvufelli 17, föstudaginn 4. nóvember frá 17 til 19.
Skrítin og einstök hljóðfæri geta breytt því hvernig við hugsum um tónlist, en vegna sérstöðu þeirra eru þau ekki á allra færi. Stelpur rokka, í samstarfi við Intelligent Instruments Lab, munu bjóða ykkur upp á tækifæri til að koma og sjá þessi undraverðu hljóðsköpunartryllitæki og prufukeyra þau. Auk Estherar og Ólafar kemur hljóðfærasmiðurinn Rafaele Andrade og saman kynna þær þátttakendum fyrir þessum kynlegu hljóðfærum sem þið gætuð hafa heyrt af áður en ekkert endilega þó!

11. nóvember kl 17:00-19:00: Gítarnámskeið fyrir byrjendur.


María Lóa Ísfeld Ævarsdóttir bíður ykkur velkomin í gítarsmiðju fyrir byrjendur þar sem verður farið yfir helstu grunnatriði gítarspils. Þátttakendur munu læra hvernig á að undirbúa gítarinn áður en hann er notaður, fá yfirferð á grunn gripunum og læra hvernig á að nota og stilla magnara og gítara til að fá allskonar flott hljóð og effecta. Markmiðið er að þátttakendur gangi út úr smiðjunni með þekkingu á grunnatriðunum sem þarf til að geta spilað á gítar!

18. Nóvember kl 17:00-19:00: Raftónlistarsmiðja

Ólöf Rún Benediktsdóttir bíður ykkur velkomin í Völvufell 28. október kl 17:00 að læra grunnatriði í raftónlist! Í smiðjunni verða skoðuð mismunandi hljóðfærði og aðferðir til að gera tónlist með raftækjum og tólum. Synthar, theramin og trommuheilar eru meðal þess sem við skoðum í smiðjunni.