Við þökkum fyrir frábæran stuðning í sumar!

Kæra stuðningsfólk og samstarfsaðilar,

Við þökkum innilega fyrir frábært samstarf og mikla velvild síðastliðið sumar. Með ykkar hjálp héldum við 8 rokkbúðir í öllum landsfjórðungum! Við þjónustuðum tæplega 150 ungmenni, konur, trans og kynsegin einstaklinga sem sömdu lög í yfir 25 hljómsveitum!

Okkur langar sérstaklega að þakka öllum þeim sem hlupu fyrir hönd rokkbúðanna í Tógó og/eða lögðu hlaupurunum okkar lið í söfnuninni í ágúst síðastliðnum. Við söfnuðum 381.000 krónum sem sendar voru beint til Tógó í rokkbúðirnar sem fóru fram um miðjan september síðastliðinn. Við fengum einnig fyrir stuttu þær fréttir að Utanríkisráðuneytið mun styrkja rokkbúðastarfið í Tógó næstu 3 ár og kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir! Það er ómetanlegt að sjá hvað alþjóðlegt rokkbúðastarf nýtur mikils stuðnings á meðal vina og velunnarra okkar.

Rokkbúðirnar tókust í alla staði frábærlega vel, en fyrir 30 stelpur rokkuðu í heila viku í bænum Kpalimé. Samstarfskonur okkar í Tógó munu ennfremur starfrækja Tónlistarmiðstöð í vetur í höfuðborginni Lomé svo starfið blómstar í Tógó um þessar mund…

Rokkbúðirnar tókust í alla staði frábærlega vel, en fyrir 30 stelpur rokkuðu í heila viku í bænum Kpalimé. Samstarfskonur okkar í Tógó munu ennfremur starfrækja Tónlistarmiðstöð í vetur í höfuðborginni Lomé svo starfið blómstar í Tógó um þessar mundir.

Við sendum okkar bestu þakkir til Hljóðfærahússins, en með hjálp þeirra og fjölda vina eignuðumst Stelpur rokka! nýjan bassamagnara og fleiri glæsilegar græjur. Einnig erum við mjög þakklátar nemendum Listaháskólans sem að söfnuðu upp í glæsilega tónleikastæðu, með ómetanlegri hjálp frá Golla og vinum í Exton! Við erum mjög heppin að eiga svona góða stuðningsaðila sem hjálpa okkur á hverju ári!