3 dagar eftir af fjársöfnuninni okkar fyrir pólsku rokkbúðirnar

Þriðja stóra samstarfsverkefnið okkar í ár er Karolina Fund fjársöfnun fyrir systrabúðir okkar í Póllandi. Þær fara í næstu viku af stað með rokkbúðir gegn ofbeldi og þurfa stuðning til að geta haldið rokkbúðirnar. Það eru erfiðir tímar fyrir femínískt baráttufólk í Póllandi um þessar mundir. Stjórnvöld eru mjög andsnúin femínískri baráttu og boða mikið afturhald í jafnréttismálum. Það er engin opinber umræða um kyndbundið ofbeldi í Póllandi og því eru rokkbúðirnar gríðarlega mikilvægt innlegg inn í femíníska baráttu í Póllandi. Við höfum unnið náið með vinkonum okkar Önnu, Alinu og fleirum úr rokkbúðateyminu og þær eru baráttukonur af lífi og sál. Við bjóðum öllum vinum okkar og velunnurum að styðja við bakið á systrabúðum okkar og fá glænýjan varning frá stelpur rokka!, flotta stuttermaboli og töskur. 

Styðja rokkbúðir gegn ofbeldi í Póllandi

Við þökkum kærlega fyrir þann mikla stuðning sem okkur hefur verið sýndur!