Við þökkum kærlega fyrir komuna á frábæra rokkhátíð Æskunnar síðastliðinn sunnudag.
Raftónlistarsmiðja og plötusnúðasmiðja í september
Skráning hafin í 10 vikna hljóðfæranámskeið í haust
Myndbönd og ljósmyndir frá sumrinu
Takk fyrir frábært rokkbúðasumar, uppfullt af rokkgleði og orku! Myndbönd og ljósmyndir frá rokkbúðunum í Reykjavík má finna hér
Laus pláss í kvennarokk og 13 til 16 ára rokk
Skráning hefst á afmælishátíðardag, laugardaginn 22. apríl
Opnað verður fyrir skráningu í allar rokkbúðir sumarsins á afmælishátíðardaginn næstkomandi laugardag, 22. apríl.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á afmælishátíðinni okkar á Kex Hostel! Fram koma rjóminn af þeim fjölmörgu böndum sem hafa orðið til hjá okkur í rokkbúðunum auk margra annarra frábærra tónlistarkvenna.
5 ára afmælistónleikaveisla fyrir alla aldurshópa 22. apríl!
Safndiskurinn Break the Silence! útgefinn á alþjóðlegum baráttudegi kvenna
OPIÐ BRÉF TIL ÞÁTTASTJÓRNANDA HARMAGEDDON - vegna ummæla um tónlistarkonur á X-inu 3. mars sl.
Taktu þátt í rokkrúllettu!
Við viljum sjá þig og hljómsveitina þína á sviðinu á afmælishátíðinni okkar þann 22. apríl!
Skráðu þig og/eða hljómsveitina þína í rokkrúllettu. Rokkrúllettan er hljómsveitaáskorun, en hver hljómsveit hefur 5 vikur til að æfa 2 til 3 lög til að flytja á Rokkrúllettutónleikum á afmælishátíð Stelpur rokka!, á Kex hosteli laugardaginn 22. apríl.
Ekki í hljómsveit? Ekkert mál! Á rokkrúllettukvöldinu ætlum við að mynda nýjar hljómsveitir sem munu æfa saman í 5 vikur.
Komdu í einkatíma á hljóðfæri og í söng í vor!
Skráning í Músíktilraunir að hefjast
Músíktilraunir eru svo frábært tækifæri fyrir hljómsveitir og tónlistarfólk til að semja efni & spila opinberlega. Í fyrra var metþátttaka kvenna í Músíktilraunum. Í ár viljum við sjá enn fleiri stelpur, konur, trans og kynsegin fólk á sviðinu! Við hvetjum alla til að taka slaginn og sækja um - enda er þetta ótrúlega skemmtileg hátíð!
Gleðilegt nýtt rokkár!
Við óskum rokkbúðaþátttakendum, foreldrum, samstarfsaðilum og velunnurum kærlega fyrir frábært ár og óskum ykkur gleðilegs nýs árs, uppfullu af gleði, valdeflingu og hávaða!
Árið 2016 var alveg einstaklega viðburðarríkt og gleðilegt ár hjá Stelpur rokka!, enda var árið 5 ára afmælisár samtakanna og rokkorkan í hámarki. Hér má fletta myndskreyttu ársyfirliti 2016 og lesa nánar um allar rokkbúðirnar, viðburðina, afmælisverkefni, samstarfið og gleðina á afmælisárinu.
Yfirlýsing frá Stelpur rokka!
Ljósmyndir og tónleikaupptökur komnar á netið
Nú eru allar ljósmyndir og tónleikaupptökur frá rokkbúðum sumarsins komnar á netið. 27 hljómsveitir rokkuðu stíft í 7 rokkbúðum í sumar - skoðið lokatónleikana & hlustið á þessa eðalmúsík!