Skráning hefst á afmælishátíðardag, laugardaginn 22. apríl

Skráning hefst á afmælishátíðardag, laugardaginn 22. apríl

Opnað verður fyrir skráningu í allar rokkbúðir sumarsins á afmælishátíðardaginn næstkomandi laugardag, 22. apríl. 

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á afmælishátíðinni okkar á Kex Hostel! Fram koma rjóminn af þeim fjölmörgu böndum sem hafa orðið til hjá okkur í rokkbúðunum auk margra annarra frábærra tónlistarkvenna.

Taktu þátt í rokkrúllettu!

Taktu þátt í rokkrúllettu!

Við viljum sjá þig og hljómsveitina þína á sviðinu á afmælishátíðinni okkar þann 22. apríl! 

Skráðu þig og/eða hljómsveitina þína í rokkrúllettu. Rokkrúllettan er hljómsveitaáskorun, en hver hljómsveit hefur 5 vikur til að æfa 2 til 3 lög til að flytja á Rokkrúllettutónleikum á afmælishátíð Stelpur rokka!, á Kex hosteli laugardaginn 22. apríl. 

Ekki í hljómsveit? Ekkert mál! Á rokkrúllettukvöldinu ætlum við að mynda nýjar hljómsveitir sem munu æfa saman í 5 vikur.